X

Velkomin á ábendingasíðu endurskoðunar Aðalskipulags Hafnarfjarðar.

Tilgangur þessarar vefsjár er að safna ábendingum frá íbúum vegna nýs aðalskipulags sem er í undirbúningi.
Á vefsjánni er hægt að kveikja og slökkva á núverandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar og haka við mismunandi viðfangsefni. Með því að ýta á "senda ábendingu" geta íbúar komið á framfæri ábendingum sem nýtast í vinnuferli nýs Aðalskipulags.

Allar ábendingar eru vel þegnar og hjálpa til við ákvörðunartöku að bættu skipulagi.
Kærar þakkir!

Skipulagsferlið:

Mannfjöldaspá:


Við endurskoðun aðalskipulags verður tekið mið af þeim leiðarljósum og meginmarmiðum sem sett eru fram í framtíðarsýn Hafnarfjarðarbæjar. Þessi leiðarljós og markmið eru hluti af heildarstefnu fyrir Hafnarfjörð til ársins 2035 sem bæjarstjórn samþykkti einróma í apríl 2022.

Hafnarfjarðarbær hefur sett fram meginmarkmið fyrir sveitarfélagið, sem verður grundvöllur fyrir markmiðssetningu viðfangsefna í aðalskipulaginu, og fjalla þau um íbúðabyggð, samgöngur og innviði, atvinnu, græn og opin svæði, verndarsvæði og loftslagsmál. Tengsl einstaka markmiða við heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna er sýnd myndrænt hér fyrir neðan.
Við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar verða mótuð markmið fyrir hvert viðfangsefni aðalskipulagsins og eru fyrstu tillögur að þeim birtar í lýsingunni.
Markmið fyrir viðfangsefnin, þ.e. þróun byggðar, samgöngur og aðra innviði, atvinnu, græn og opin svæði og verndarsvæði, og fleiri landnotkunarflokka byggja á markmiðum gildandi aðalskipulags en gerðar eru tillögur um breytingar til að mæta þeim áskorunum sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir í dag. Einnig er markmiðum í endurskoðuðu aðalskipulagi ætlað að tengjast meginmarkmiðum sveitarfélagsins.
Mikilvægt er að fá ábendingar og rýni á markmið viðfangsefna á kynningar-tíma skipulags- og matslýsingar, þar sem þau móta ramma áframhaldandi vinnu.

Forsendur
Skipulagslýsing
Ferlið
Merktu hugmynd inná kortið

Skýringar

Gildandi aðalskipulag
ASK Hafnarfjörður (2013-2025)

Sýnileiki: 80%

Vaxtarmörk
Viðfangsefni Samgöngur Atvinna Opin græn svæði Íbúðasvæði og þéttingarreitir Krýsuvík

Strætó - leiðir/stoppGötukort

X

Landnotkunarflokkur:

Senda hugmynd